Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Snjallforrit fylgist með heilsu hjartasjúklinga

Mynd:  / Pexels
Stafrænu eftirliti með fjarvöktun og fjarstuðningi við hjartasjúklinga er ætlað að stuðla að því að fólk taki virkari þátt í eigin meðferð en eftir núverandi kerfi. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að bráðainnlögnum á sjúkrahús fækki.

Sidekick Health og hjartadeild Landspítalans vinna saman að innleiðingu á stafrænu eftirliti með hjartasjúklingum um þessar mundir. RANNÍS styrki verkefnið nýlega um 135 milljónir króna.

Sjúklingar hlaða niður snjallforriti í síma sinn eða tölvu að sögn Davíðs O. Arnar yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Hann upplýsti um tæknina í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun ásamt Tryggva Þorgeirssyni forstjóra og stofnanda Sidekick Health. 

Davíð segir allta verið að leita leiða til að bæta þjónustuna og að með tækninni verði mögulegt að grípa tiltölulega snemma. rafrænt eftirlit inn í. Jafnframt megi straumlínulaga komur á göngudeild, sjúklingar komi þegar þeir þurfa og alvarlegri tilvik megi fyrirbyggja með inngripi snemma.

Einfaldari vandamálum segir Davíð betur verða sinnt hjá sjálfstætt starfandi eða heilsugæslu en að hjartadeildin einbeiti sér að erfiðari tilvikum. Þar er mikill vilji til að fylgjast með ungum sjúklingum með kransæðasjúkdóma.

Með ákveðnu millibili svara hjartasjúklingar spurningum um heilsufar sitt, setja inn upplýsingar um blóðþrýsting, þyngd, púls og fleira af því tagi. 

Algrími vinnur úr svörunum sem niðurstöðu byggða á litakóðunarkerfi, grænt sýnir góða líðan, gult sýnir smávægileg frávik og rautt þýðir að kalla þurfi sjúklinginn inn.

Hann segir það vera flókið verkefni að bæta lífstíl en von sé uppi um að möguleiki verði á bæta stöðu fólks með því að senda skilaboð um holla lífshætti. 

Fjarstuðningurinn byggir á myndböndum og fjarskilaboðum sem eiga að hjálpa til við heilbrigðan lífstíl. Með tækninni verður hægt að bregðast hratt við. 

„Og ég hugsa að þetta geti orðið til þess að við straumlínulögum komur á göngudeild. Sjúklingar koma þegar þeir þurfa en ekki eftir ákveðinni rúllu. Við getum fundið versnanir fyrr þannig að sjúklingar þurfi að koma síður á bráðamóttöku eftir að versnunin tekur að gera vart við sig.“ 

Undirbúningur að innleiðingu tækninnar er nú í fullum gangi að sögn Tryggva. Fýsileikakönnun var gerð með göngudeild hjartabilaðra síðasta sumar. „Fyrstu sjúklingar fá þetta í hendur nú með vorinu og svo með með vaxandi mæli yfir næstu þrjú ár í þessum þremur sjúkdómum.“