Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Krefjast afnáms hafn- og loftferðabanns

18.03.2021 - 09:45
epa09038649 Houthi supporters shout slogans and hold up guns during a protest against the US administration and the Saudi-led coalition, in Sana?a, Yemen, 26 February 2021. Thousands of pro-Houthis Yemenis took to the streets of Sana'a to protest against Saudi-imposed stringent restrictions on commercial and fuel imports to the war-ridden country, accusing the US administration of continuing to support the Saudi-led military coalition fighting the Houthis since 2015.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
Fylgismenn Hútí-fylkingarinnar í Jemen. Mynd: EPA-EFE - EPA
Afnema verður hafn- og loftferðabann Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen áður en gengið verður til samninga um vopnahlé. Þetta sagði talsmaður Hútí-fylkingarinnar, sem ræður yfir stórum hluta Jemen, í viðtali hjá Al Jazeera í gærkvöld.

Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja hefur þrýst á stríðandi fylkingar í Jemen að semja um vopnahlé, Bandaríkjamenn þar á meðal, en óstaðfestar fregnir herma að erindreki Bandaríkjastjórnar hafi í síðasta mánuði átt fund í Óman með fulltrúum Húti-fylkingarinnar.

Talsmaður fylkingarinnar sagði í  gærkvöld að engar beinar viðræður hefðu átt sér stað. Hann sagði að greina yrði mannúðarþáttinn frá hinum hernaðarlega. Hútí-fylkingin vildi vopnahlé, en fyrst yrði að opna hafnir og flugvelli landsins.