Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ekkert innanlandssmit - fjögur við landamærin

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Fjögur smit greindust við landamærin, tvö þeirra eru virk og beðið er niðurstöðu mótefnamælinga úr tveimur.

Alls hafa átta smit greinst innanlands það sem af er þessum mánuði og 28 virk smit hafa greinst við landamærin. 

Tekin voru 602 sýni innanlands í gær og 378 við landamærin.