Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sparkaði í hníf sem skaust beint í fótinn

15.03.2021 - 10:39
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Vinnuslys varð á föstudag á Suðurnesjum þegar starfsmaður ætlaði að sparka hníf frá sér. Hnífurinn lenti hins vegar á plastkari og skaust aftur í fót viðkomandi. Meiðslin reyndust vera óveruleg. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá þessu.

 

Þá kærði lögreglan á Suðurnesjum aðeins örfáa ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 122 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. Enn fremur voru ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur. Einn þeirra viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna og var hann með fíkniefni á sér. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli.

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV