Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rafmagnsbilun á Norðurlandi

12.03.2021 - 13:52
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rafmagn fór af á allstóru svæði á Tröllaskaga og í austanverðum Eyjafirði um hádegisbil. Ástæðan var bilun í spenni á Dalvík.

Það varð rafmagnslaust í Fljótum, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Grýtubakkahreppi. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi varð bilun í spenni í aðveitustöð við Dalvík.

Viðgerð er nú lokið og rafmagn komið á aftur á öllu þessu svæði og segir RARIK ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV