Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Helstu tíðindi: Tíðindalaust á skjálftasvæðinu
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hefur staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Tugir þúsunda skjálfta hafa mælst á þessu tímabili. Kvika er að safnast inn í kvikugang sem nær nú frá Keili að Nátthaga. Rólegt hefur verið á skjálftasvæðinu í gær og nótt og síðast mældist þar skjálfti yfir þremur að stærð klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags.
Hér var fylgst með jarðhræringum á Reykjanesskaga dagana 10. til 18. mars. Fréttavaktinni er framhaldið í nýjum fréttastraumi hér.
10.03.2021 - 16:10