Helstu tíðindi: Tíðindalaust á skjálftasvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hefur staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Tugir þúsunda skjálfta hafa mælst á þessu tímabili. Kvika er að safnast inn í kvikugang sem nær nú frá Keili að Nátthaga. Rólegt hefur verið á skjálftasvæðinu í gær og nótt og síðast mældist þar skjálfti yfir þremur að stærð klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags.

Hér var fylgst með jarðhræringum á Reykjanesskaga dagana 10. til 18. mars.  Fréttavaktinni er framhaldið í nýjum fréttastraumi hér.

Kort af Reykjanesskaga með helstu kennileitum

Helstu tíðindin

Fréttastofa RÚV safnar helstu tíðindum af jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga í fréttastraumnum hér.

Fréttastraumur frá 24. febrúar til 10. mars 2021

Beint vefstreymi

Hér má fylgjast með beinu vefstreymi af skjálftasvæðinu frá Borgarfjalli.

Hér má fylgjast með beinu vefstreymi af skjálftasvæðinu af þaki Útvarpshússins.

 
10.03.2021 - 16:10