„Við ákváðum að gera atriðið um fimm stig missi af því að okkur fannst eins og þetta væri eitthvað sem flest allir hefðu upplifað og gengið í gegnum,“ segir Lísbet Freyja Ýmisdóttir, keppandi Hagaskóla. Hópurinn er spenntur fyrir úrslitunum mánudaginn 15. mars og segja þetta enn þá vera óraunverulegt.
Hægt er að sjá atriði Hagaskóla á UngRÚV.is sem og öll atriðin sem kepptu á undankvöldunum.
Úrslitin verða svo í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.