Geggjuð tilfinning

Mynd: UngRúv / Ungrúv

Geggjuð tilfinning

10.03.2021 - 09:38

Höfundar

Hagaskóli komst áfram í Skrekk á svokölluðu „wildcard“ í keppninni með atriði skólans sem nefnist Fimm stig missis. Keppendur segja að tilfinning hafi verið geggjuð.

„Við ákváðum að gera atriðið um fimm stig missi af því að okkur fannst eins og þetta væri eitthvað sem flest allir hefðu upplifað og gengið í gegnum,“ segir Lísbet Freyja Ýmisdóttir, keppandi Hagaskóla. Hópurinn er spenntur fyrir úrslitunum mánudaginn 15. mars og segja þetta enn þá vera óraunverulegt. 

Hægt er að sjá atriði Hagaskóla á UngRÚV.is sem og öll atriðin sem kepptu á undankvöldunum. 

Úrslitin verða svo í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.

 

Tengdar fréttir

Leiklist

Beirút í Borgarleikhúsinu