Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bóluefni virðast virka vel gegn brasilíska afbrigðinu

09.03.2021 - 06:35
epa09055633 A health worker extracts a dose of the AstraZeneca COVID-19 vaccine during a vaccination drive at a hospital in Paranaque City, Metro Manila, Philippines 06 March 2021. The arrival of the AstraZeneca vaccines from Europe follows the shipment of Sinovac vaccines from China, as the Philippines continues its COVID-19 vaccination campaign.  EPA-EFE/ROLEX DELA PENA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bóluefnin frá Pfizer-BioNTech, AstraZeneca og Sinovac veita að líkindum góða vernd gegn hinu smitnæma, brasilíska afbrigði kórónaveirunnar sem fyrst varð vart í borginni Manaus í Amasonríki í Brasilíu og hefur breiðst þaðan út um alla Brasilíu og langt út fyrir hana. Þetta eru í það minnsta niðurstöður fyrstu rannsókna á virkni þessara bóluefna gegn brasilíska afbrigðinu.

Bóluefnið frá Sinovac kallast Coronavac og er það efni sem mest hefur verið notað við bólusetningar í Brasilíu til þessa. Er efnið reyndar að stórum hluta framleitt í Brasilíu, samkvæmt samkomulagi við Sinovac.

Það eru því sérstaklega góðar fréttir fyrir Brasilíumenn að það skuli gagnist vel gegn brasilíska afbrigðinu, sem er ráðandi afbrigði veirunnar þar í landi. Þá er von á stórri sendingu af bóluefni Pfizer-BioNTech til landsins með vorinu, að sögn heilbrigðisráðherra landsins.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV