Um 2.700 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í gær, mánudag, frá miðnætti til miðnættis, litlu færri en dagana þar á undan. Helsti munurinn er sá að engir meiriháttar skjálftar urðu á svæðinu í gær. Einungis átta skjálftar mældust 3,0 eða stærri, þeir stærstu 3,3, og enginn skjálfti sló í fjóra eða þaðan af meira. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekkert óvenjulegt að sjá þar syðra um þessar mundir og engin merki um óróa.