Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lam styður breytingar á kosningalögum

08.03.2021 - 09:34
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
epa09060701 Hong Kong Chief Executive Carrie Lam Cheng Yuet-ngor speaks during a press conference at the Central Government Offices in Hong Kong, China, 08 March 2021. Lam welcomed the drastic shake-up of Hong Kong?s electoral system proposed by Beijing.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Carrie Lam á fundi með fréttamönnum í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Carrie Lam, sem fer fyrir heimastjórninni í Hong Kong, kvaðst í morgun fylgjandi nýju frumvarpi um kjör fulltrúa á þingið í Hong Kong sem nú er til umræðu á kínverska þinginu sem kom saman fyrir helgi.

Þar er kveðið á um að frambjóðendur fari í eins konar hæfnispróf til að tryggja að einungis föðurlandsvinir setjist á þing.

Lam sagði við fréttamenn í morgun að þetta væri væri tímabær og nauðsynleg ráðstöfun, en búist er við að frumvarpið verði samþykkt áður en þingi lýkur. Kosningar áttu að fara fram í Hong Kong í fyrra, en þeim var frestað.

Lam gaf í skyn í morgun að þeim kynni að seinka enn frekar, en það væri forgangsmál að innleiða breytingar sem stjórnvöld í Peking legðu áherslu á.