Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Áfram nokkuð hlýtt miðað við árstíma

08.03.2021 - 07:16
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eftir hægviðri helgarinnar heilsar ný vika með suðaustanátt og rigningu, víða 8 til 15 metrar á sekúndu. Talsverð rigning fram eftir degi á Suðausturlandi en lengst af úrkomulítið norðaustanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Síðan fylgir fremur hæg suðvestanátt og skúrir suðvestantil á landinu. Áfram verður nokkuð hlýtt í veðri miðað við árstíma. Útlit er síðan fyrir að dagurinn í dag leggi línurnar fyrir vikuna og að nokkur lægðagangur verði en búist er við næstu lægð að landinu strax annað kvöld með norðlægum áttum með rigningu eða slyddu sunnan- og austantil en snjókomu á Norður- og Vesturlandi á miðvikudag og heldur lækkandi hitastigi.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir