Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Harry Kane skoraði tvö og lagði upp tvö

epa09060116 Gareth Bale (R) of Tottenham celebrates with teammate Harry Kane (L) after scoring the 2-1 lead during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Crystal Palace in London, Britain, 07 March 2021.  EPA-EFE/Julian Finney / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Harry Kane skoraði tvö og lagði upp tvö

07.03.2021 - 21:08
Lokaleikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld var viðureign Tottenham og Crystal Palace.

Walesverjinn Gareth Bale hefur spilað vel með Tottenham upp á síðkastið og hann kom Tottenham í 1-0 eftir 25 mínútna leik, eftir sendingu frá Harry Kane. Christian Benteke jafnaði metin fyrir Crystal Palace í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og 1-1 var staðan í leikhléi.

En á 49. mínútu skoraði Gareth Bale öðru sinni og aftur var það Harry Kane sem lagði upp. Kane sá svo um að klára leikinn fyrir sína menn með tveimur mörkum á 52. og 77. mínútu. Tvö mörk og tvær stoðsendingar hjá þeim enska.

4-1 reyndust lokatölur og Tottenham er nú komið upp í 6. sætið með 45 stig, líkt og West Ham, en Crystal Palace er í 13. sætinu með 34 stig.