Walesverjinn Gareth Bale hefur spilað vel með Tottenham upp á síðkastið og hann kom Tottenham í 1-0 eftir 25 mínútna leik, eftir sendingu frá Harry Kane. Christian Benteke jafnaði metin fyrir Crystal Palace í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og 1-1 var staðan í leikhléi.
En á 49. mínútu skoraði Gareth Bale öðru sinni og aftur var það Harry Kane sem lagði upp. Kane sá svo um að klára leikinn fyrir sína menn með tveimur mörkum á 52. og 77. mínútu. Tvö mörk og tvær stoðsendingar hjá þeim enska.
4-1 reyndust lokatölur og Tottenham er nú komið upp í 6. sætið með 45 stig, líkt og West Ham, en Crystal Palace er í 13. sætinu með 34 stig.