Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ekkert sýni enn greinst jákvætt á Landspítalanum

07.03.2021 - 23:39
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Enginn þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa smitast af breska afbrigði kórónaveirunnar um helgina og búið er að skima greindist með veiruna. Þetta hefur vísir.is eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans í kvöld.

Þar kemur fram að búið sé að skima meirihluta þess starfsfólks spítalans, sem gæti hafa smitast af kollega sínum sem greindist með breskt afbrigði veirunnar í gær og smitaðist að líkindum af nágranna sínum. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á spítalanum eru í sóttkví vegna þessa.