Jakob Ingebrigtsen kom fyrstur í mark í 1500 metrunum og fagnaði vel. En skömmu síðar var hann dæmdur úr leik og sviptur sigrinum fyrir að hafa, um stund, hlaupið utan brautar. Ingebrigtsen mótmælti þessu harðlega og sagði að sér hefði verið ýtt út úr brautinni.
Niðurstaða fékkst í málið skömmu fyrir miðnætti í gær, rúmlega tveimur tímum síðar, en þá féllust dómarar á það að Ingebrigtsen hefði í raun verið ýtt og sigurinn því hans. Þetta er í annað sinn sem Jakob Ingebrigtsen fagnar sigri í 1500 metra hlaupi á EM í frjálsum innanhúss.
Sýnt verður beint frá EM í frjálsum á RÚV 2 í dag og hefst útsending kl. 17.45.