Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Minnst 20 fórust í sjálfsmorðsárás í Mogadishu

06.03.2021 - 03:49
epaselect epa09055083 A general view of the scene of a suicide bomb blast outside the popular Lul Yemeni restaurant in Mogadishu, Somalia, 05 March 2021. According to the director of Mogadishu's Aamin ambulance service, Abdikadir Abdirahman, 20 people were killed and 30 others were wounded in the blast set off by a suicide bomber in a vehicle loaded with explosives. The attack has been claimed by Al-Shabaab a terrorist group linked to Al-Qaeda.  EPA-EFE/SAID YUSUF WARSAME
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 20 létu lífið og tugir særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp utan við veitingahús nærri höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærkvöld. Talið er víst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikinn reyk lagði frá bílflakinu og sjónarvottar bera að skothríð hafi brotist út stutta stund eftir sprenginguna, en ekki er vitað hvaðan hún kom.

Haft er eftir forstjóra sjúkraflutningafyrirtækis í borginni að hans fólk hafi flutt 20 lík og 30 særða af vettvangi. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér enn sem komið er en al Shabaab, vopnuð hreyfing öfga-íslamista, hefur framið fjölmörg ódæðisverk af þessum toga í Sómalíu og víðar síðustu ár.