Jóhanna Elín stundar háskólanám í Southern Methodist Háskólanum (SMU) í Texas. Jóhanna Elín er önnur sundkonan sem syndir undir EM50 lágmarki um helgina, en Snæfríður Sól synti í gær undir lágmarki á EM50 og undir boðslágmarki á ÓL 2021.
Evrópumeistaramótið í 50 metra laug fer fram í Búdapest í Ungverjalandi dagana 17.–23. maí . Síðasta tækifæri til að tryggja sér lágmark á EM50 verður svo á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer 9.–11. apríl í Laugardalslaug.