Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga er enn í gangi og níu skjálftar af stærðinni þrír og þar yfir hafa orðið á umbrotasvæðinu frá miðnætti, þrír þeirra í kringum ellefuleytið í morgun.
Fleiri en 100 hjálparsamtök hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnvalda í Bretlandi að skera niður fjárhagslega aðstoð til Jemen um helming. Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen, segir í áskorun hjálparsamtakanna til forsætisráðherra landsins.
Um 650 þúsund Lundúnarbúa búa enn í húsnæði með samskonar klæðningu og fuðraði upp í eldsvoðanum í Grenfell fjölbýlishúsinu sumarið 2017.
Félagsmálaráðherra hyggst bregðast við stórauknu atvinnuleysi meðal ungs fólks. Ekki er ljóst hversu mörg sumarstörf verða í boði í ár, en í fyrra gekk hluti þeirra starfa sem ríkið bauð námsmönnum af.
Hreinsunarstörf á skriðusvæðinu á Seyðisfirði ganga vel og sveitarstjóri Múlaþings segir svæðið líta mun betur út en það gerði eftir að aurskriðurnar féllu.
Keppni á Evrópumótinu í frjálsíþróttum innanhúss hófst í gær. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen vann gull í 1500 metra hlaupi karla eftir mikla reikistefnu.