Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Burnley og Arsenal skildu jöfn

epa08916082 Arsenal's Alexandre Lacazette (2-R) celebrates after scoring the 0-3 lead during the English Premier League soccer match between West Bromwich Albion and Arsenal London in West Bromwich, Britain, 02 January 2021.  EPA-EFE/Michael Regan / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Burnley og Arsenal skildu jöfn

06.03.2021 - 14:50
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður, var í byrjunarliði Burnley gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Jóhann Berg hafði misst af síðustu þremur leikjum liðsins vegna meiðsla.

Arsenal byrjaði betur á Turf Moor í dag og Pierre-Emerick Aubameyang kom þeim í 1-0 eftir sex móinútna leik. Arsenal var betra liðið í fyrri hálfleiknum en þrátt fyrir það tókst Chris Wood að jafna metin fyrir Burnley með skrautlegu marki þegar Granit Xhaka skaut boltanum beint í maga Wood og þaðan fór hann í markið, 1-1. 

Á 83. mínútu sótti Arsenal og Pepe skaut að markinu. Boltinn fór í í öxlina á Erik Pieters og í slánna en dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Pieters af velli. Eftir að hafa skoðað atvikið aftur með aðstoð VAR breytti Andre Marriner dómnum; ekkert víti og ekkert rautt spjald.

1-1 reyndust lokatölur leiksins og lék Jóhann Berg 68. mínútur.
 

 

Þetta reyndust lokatölur