Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Barði í bíla með hamri í miðbæ Reykjavíkur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem barði í bíla með hamri. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi verið í annarlegu ástandi og með fíkniefni í fórum sínum. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði fyrir að veitast að fólki. Hann var einnig í mjög annarlegu ástandi, að því er segir í dagbókinni, og látinn sofa úr sér í fangaklefa. 

Lögreglan stöðvaði níu ökumenn í nótt grunaða um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Að minnsta kosti tveir þeirra voru sviptir ökuréttindum.