Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mygla fannst í Álfhólsskóla

04.03.2021 - 14:58
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Ómar Guðmundsson - Bjarni Ómar Guðmundsson
Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi var í dag lokað vegna myglu sem greindist í þaki byggingarinnar, sem hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa.

Þá er verið er að greina sýni sem tekin voru úr gólfdúk til að kanna hvort mygla hafi náð fótfestu þar. Farið var í að rannsaka húsnæðið eftir að starfsmaður í skólanum fór að finna fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Verið er að rannsaka hvort myglan hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í kennslustofum. Þá er unnið að því að endurskipuleggja og tryggja kennslu í skólanum.

Ráðast þarf í talsverðar endurbætur á húsnæðinu en stefnt er á að framkvæmdum ljúki áður en skólastarf hefst að nýju næsta haust.