Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Liverpool spilar heimaleik sinn í Búdapest

epa09017036 Thiago Alcantara (top) of FC LiverpooL and Kevin Kampl of RB Leipzig fight for the ball during the UEFA Champions League round of 16, first leg, soccer match between RB Leipzig and Liverpool in the Puskas Ferenc Arena in Budapest, Hungary, 16 February 2021.  EPA-EFE/TIBOR ILLYES HUNGARY OUT
 Mynd: EPA

Liverpool spilar heimaleik sinn í Búdapest

04.03.2021 - 10:23
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA hefur staðfest að heimaleikur Liverpool á móti RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 10. mars verði leikinn á Puskás vellinum í Búdapest.

Liðin mættust á sama leikvelli þegar Leipzig átti heimaleik í einvígi liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þann leik vann Liverpool 2-0. Ástæðan var sú að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi fékk Liverpool ekki undanþágu til að spila í Þýskalandi.

Það sama er upp á teningnum núna. Ef leikmenn Leipzig ferðast til Bretlands þurfa leikmenn liðsins að fara í tíu daga sóttkví við komuna til Þýskalands. Lendingin var því sú að heimaleikur Liverpool við Leipzig verði líka spilaður í Búdapest á miðvikudag.