Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sex skotnir í mótmælum í Mjanmar

03.03.2021 - 09:23
Erlent · Asía · Mjanmar
epa09047922 Demonstrators set up a barricade blocking the road during a protest against the military coup in Yangon, Myanmar, 03 March 2021. Foreign ministers of the Association of Southeast Asian Nations (ASEAN) call for a halt of violence in Myanmar during a meeting on 02 March as protests continued amid rising tension in the country between anti-coup protesters and security forces.  EPA-EFE/LYNN BO BO
Mótmælendur við götuvígi í Yangon í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í mótmælum í Mjanmar í morgun. Fréttastofan AFP hefur eftir heilbrigðisstarfsfólki í Sagaing í norðurhluta landsins að þar hafi fjórir verið skotnir til bana. Þá staðfesti læknir í Mandalay að tveir hefðu látið þar lífið í mótmælum.

Einnig kom til átaka í borginni Mjingjan um miðbik landsins og þar eru öryggissveitir sagðar hafa beitt skotvopnum og táragasi til að dreifa mótmælendum. Að minnsta kosti tíu hafi særst. Í stærstu borginni Yangon komu mótmælendur upp götuvígjum og vegatálmum á fjölförnum umferðargötum í morgun til að torvelda för öryggissveita.