Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í mótmælum í Mjanmar í morgun. Fréttastofan AFP hefur eftir heilbrigðisstarfsfólki í Sagaing í norðurhluta landsins að þar hafi fjórir verið skotnir til bana. Þá staðfesti læknir í Mandalay að tveir hefðu látið þar lífið í mótmælum.