Æfir mismunandi hæfni
Laufey vinnur til dæmis mikið með æfingu þar sem börn fá mismunandi hlutverk við að setja saman Legó; verkfræðinginn, byrgi og byggi. „Þá er eitt barn sem vantar að þróa félagshæfni, eitt sem þarf að æfa sig í tungumáli, og eitt sem er gott í tungumáli og samskiptum en þarf að æfa sig í seiglu og þolinmæði - að endurtaka sig, þetta eykur mikið úthald í þolinmæði,“ útskýrir Laufey.
Gerði meistaraverkefni í Legó-kennslu
Laufey tók Legó-kennslu fyrir sem meistaraverkefni í sérkennslufræðum. „Þá var ég að skoða samvinnu og samskiptahæfni og einfaldlega fá krakka til að setjast niður og hafa þolinmæði,“ segir Laufey. „Þetta er svo mikil lykilhæfni í lífinu til að ná árangri og í þessu að róa sig og einbeita sér og eftir það þá tóku þau stökk í öllu öðru námi.“
Notar fleiri tegundir af Legói
Laufey notar líka Legó sem er sérhannað til kennslu; hugtakalegó og sögurgerðarlegó. Og þá notar hún Legó til hvatningar í lestri.