Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.

Jafnframt voru loftslagsmál voru rædd á fundinum auk þess sem fulltúar ríkjanna ræddu um mannréttinda- og lýðræðismál.

Þess var minnst á fundinum að 5. maí á þessu ári eru 70 ár liðin frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Varnarliðið tók til starfa sama ár og hafði aðsetur á Íslandi til 2006. 

Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að ríkin tvö hyggist áfram vera bandamenn í óhagganlegu samstarfi um frið og velmegun á Evró-Atlantshafssvæðinu sem og um heim allan.

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, leiddi viðræðurnar fyrir Íslands hönd.

Í íslensku sendinefndinni voru fulltrúar þjóðaröryggisráðsins, forsætisráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands, auk utanríkisráðuneytins.

Fyrir bandarísku sendinefndinni fóru Michael Murphy, varaaðstoðarráðherra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og Andrew Winternitz, yfirmaður Evrópu- og Atlantshafsbandalagsmála í varnarmálaráðuneytinu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV