Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vonast eftir leyfi fyrir notkun Novavax-bóluefnis í maí

epa09035730 A handout photo provided by the Kyiv Regional State Administration press service shows a vial of the AstraZeneca (Covishield) vaccine in Alexander Clinical Hospital in Kiev, Ukraine, 25 February 2021. Ukraine started vaccination against COVID-19 on 24 February 2021. The first shipment of the Oxford/AsatraZeneca (Covishield) vaccine against COVID-19 was delivered in Ukraine on 23 February. Ukraine has signed contract for the supply of 12 million doses of COVID-19 vaccines, which were developed by AstraZeneca (UK-Sweden) and NovaVax (USA) and are produced at the Serum Institute facilities (India).  EPA-EFE/Kyiv City Council HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Kyiv City Council
Bandaríski lyfjaframleiðandinn Novavax vonast til að fá bóluefni sitt gegn COVID-19 samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum í maí. Þetta upplýsir forstjóri fyrirtækisins, Stanley Erick. Hann segir fyrirtækið í viðræðum við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, sem að hans sögn mun að líkindum gefa leyfið út á grundvelli niðurstaðna þriðja-fasa prófana í Bretlandi.

Þær benda til þess að efnið gefi allt að 95 prósenta vernd gegn algengustu afbrigðum kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 og rúmlega 85 prósenta vernd gegn hinu svonefnda breska afbrigði, sem herjað hefur á heimsbyggðina að undanförnu.

Bandaríska lyfjastofnunin gaf grænt ljós á notkun Janssen-bóluefnisins frá Johnson & Johnson á sunnudag, og hafði áður veitt neyðarleyfi til notkunar á bóluefnum Pfizer-BioNTech og Moderna þar vestra.