Bandaríski lyfjaframleiðandinn Novavax vonast til að fá bóluefni sitt gegn COVID-19 samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum í maí. Þetta upplýsir forstjóri fyrirtækisins, Stanley Erick. Hann segir fyrirtækið í viðræðum við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, sem að hans sögn mun að líkindum gefa leyfið út á grundvelli niðurstaðna þriðja-fasa prófana í Bretlandi.