Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hverjir komast áfram í Skrekk í kvöld?

Mynd með færslu
 Mynd: UngRÚV

Hverjir komast áfram í Skrekk í kvöld?

02.03.2021 - 12:06

Höfundar

Fyrsta undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Seljasskóli með atriðið Sköpun jarðar og Ingunnarskóliskóli með atriðið Afhverju má ég ekki bara vera ég komust áfram. Það ræðst í kvöld hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.

Skólarnir sem keppa í kvöld eru Fellaskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Langholtsskóli, Ölduselsskóli og Víkurskóli.   

UngRÚV kíkti á æfingu hjá skólunum og greinilegt að mikil vinna hefur farið í atriðin. Hægt er að sjá það hér. Hægt verður að fylgjast með keppninni í kvöld í beinu streymi á vef UngRÚV klukkan 20:00. Þar er einnig hægt að sjá atriðin sem kepptu í gær.