
Verkið á að hefjast í lok maí og því skal lokið ekki síðar en um miðjan júlí.
Allt að 17 milljónum minka lógað
Dönsk stjórnvöld ákváðu í fyrrahaust að lóga skyldi öllum minkum á dönskum minkabúum, samtals á bilinu 15 - 17 milljónum minka, hvort sem þeir voru smitaðir af COVID-19 eða ekki. Ástæðan var sú að smit hafði borist í minka í nokkrum búum, og tekið stökkbreytingu.
Óttast var að hið stökkbreytta afbrigði gæti borist í starfsfólk minkabúa og þaðan út í samfélagið, og að bóluefnin sem verið var að þróa myndu mögulega ekki gagnast gegn þessu stökkbreytta afbrigði.
Brennslustöðvar höfðu ekki undan
Þar sem ráðist var í að lóga langflestum skepnunum á skömmum tíma í haust höfðu brennslustöðvar ekki undan. Því var gripið til þess ráðs að urða um fimm milljónir minka á æfingasvæðum hersins í Karup og Holstebro. Það leið þó ekki á löngu áður en rotnandi hræin risu úr of grunnum gröfum sínum vegna gasmyndunar.