Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Forseti Úkraínu bólusettur - vill sýna gott fordæmi

02.03.2021 - 15:58
epa09045943 A handout photo made available by the Presidential press service of Ukraine shows Ukrainian President Volodymyr Zelensky receiving an injection with the AstraZeneca (Covishield) vaccine in a Military Mobile Hospital during his visit to the Eastern-Ukrainian conflict zone in Luhansk area, Ukraine, 02 March 2021. Ukraine started vaccination against COVID-19 on 24 February 2021. The first shipment of the Oxford/AstraZeneca (Covishield) vaccine against COVID-19 was delivered in Ukraine on 23 February. Ukraine has signed a contract for the supply of 12 million doses of COVID-19 vaccines, which were developed by AstraZeneca (UK-Sweden) and NovaVax (USA) and are produced at the Serum Institute facilities (India).  EPA-EFE/PRSIDENTIAL PRESS SERVICE OF UKRAINE HANDOUT HANDOUT HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Forsetaembætti Úkraínu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var bólusettur í dag gegn COVID-19. Hann fékk skammtinn í Severodonetsk í austurhluta landsins, um það bil 120 kílómetra norðan við Donetsk-hérað sem aðskilnaðarsinnar ráða. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi bóluefnisins sem heilbrigðisyfirvöld nota.

Forsetinn birti af sér mynd á samfélagsmiðlum, ber að ofan, þar sem hann fékk sprautuna. Með því kvaðst hann vilja sýna landsmönnum gott fordæmi. Á Twitter skrifaði hann að hann gerði þetta fyrir hermenn á vígstöðvunum.

Bólusetningarátak hófst í Úkraínu í síðustu viku, löngu á eftir áætlun. Seinagangurinn varð til þess að fólk lét reiði sína bitna á stjórnvöldum. Fimm hundruð þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca bárust á dögunum. Þeir eru framleiddir á Indlandi undir vörumerkinu Covishield. Ýmsir hafa dregið í efa að það veiti nægjanlega vörn gegn veirunni. Heilbrigðisyfirvöldum er stranglega bannað að nota rússneska bóluefnið Sputnik V, sem flest fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna notast við.

Zelensky veiktist af COVID-19 síðastliðið haust. Hann þurfti að vera hálfan mánuð í einangrun, fyrst heima hjá sér og síðan á heilsugæslustöð.

Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í dag að hátt í fimm þúsund landsmenn hefðu verið bólusettir síðastliðna sex daga. Samkvæmt opinberum tölum hafa yfir 1,3 milljónir smita komið upp í landinu frá því að faraldurinn braust út. Sjúkdómurinn hefur dregið 26 þúsund til dauða. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV