Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjöldi minntist Johns Snorra og félaga hans

02.03.2021 - 22:00
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Vinir og ættingjar fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar stóðu fyrir bæna og ljósastund við Vífilsstaðavatn í kvöld. Ekkert hefur spurst til Johns og tveggja göngufélaga hans frá því 5. febrúar þegar þeir voru á leið upp fjallið K2. Viðamikil leit var gerð að mönnunum en án árangurs. Yfirvöld í í Pakistan telja göngumennina af.

Svo sem sjá má af myndunum sem fylgja þessari frétt tók fjöldi fólks þátt í minningarathöfninni um John Snorra og ferðafélaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo. Ljósa- og bænastundinni var jafnframt streymt á samfélagsmiðlum og fleirum þannig gefið tækifæri á að taka þátt.

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV