Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eitt smit á landamærum og ekkert innanlands

02.03.2021 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær en eitt virkt smit greindist í landamæraskimun. Þeim fækkar sem eru í einangrun og eru nú níu og átta eru í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er nú 0,5 og 3,0 á landamærum. Sjö eru á sjúkrahúsi. Alls hafa nú tólf þúsund sex hundruð fjörurtíu og fjórir lokið bólusetningu.
 
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV