Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Covid og grænkandi hagkerfi

02.03.2021 - 17:00
Mynd: EPA / EPA
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.

Fjármálaráðherrar leita tekna til að mætar Covid-útgjöldum

Fjármálaráðherrar víða um heim leita nú með logandi ljósi að tekjum til að mæta ógnarlegum Covid-19 útgjöldum, hækka skatta eða ekki. Þá einnig Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta sem leggur fram fjármálafrumvarpið núna á morgun. Þegar hann gerði það sama um svipað leyti í fyrra var hann varla búinn að leggja frumvarpið fram áður en það var úrelt sökum aðstæðna.

Rishi Sunak: eina rétta er að styðja efnahaginn

Það er vissulega auðveldara nú en þá að sjá aðstæður fyrir. Og nokkuð raunsæ von um að víðtæk bólusetning gegn veirufaraldrinum hafi jákvæð efnahagsáhrif þegar líður á árið.

Það rétta er, hér og nú, að styðja við efnahaginn eins og Sunak sagði í viðtali á sunnudaginn.

Sunak þarf nú að ákveða hvernig og hversu lengi aðstoð við fólk og fyrirtæki verði haldið áfram, til dæmis stuðningi við láglaunafólk og bresku hlutabótaleiðinni.

Kreppan 2008 og niðurskurðurinn í kjölfarið

Árið 2008 var það fjármálakreppan. Nú eru það efnahagshremmingar í kjölfar Covid, sem ríða yfir Vesturlönd. Þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins kom til valda 2010, undir forystu David Camerons forsætisráðherra, var niðurskurðarkutanum óspart beitt til að skera niður skuldir.

Ríkisbókhaldið lítur ekki sömu lögmálum og heimilisbókhaldið

Niðurskurður í kjölfar skuldasöfnunar hljómar kannski ekki óviturlega út frá lögmálum heimilisbókhaldsins. En þau lögmál eiga síður við um ríkisbókhaldið og samlíking þar á milli mjög misvísandi. Ríki geta eytt fé, áður en þess er aflað, en þá alltaf með augun á verðbólgunni og að fjárfestingarnar efli almannaheill.

Kreppulærdómurinn 1930

Einn lærdómurinn af heimskreppunni um og upp úr 1930 var að þegar einkageirinn væri illa staddur ætti ríkið að taka til óspilltra málanna, til dæmis í innviðaverkefnum eins og vegagerð og öðru, sem gagnast þjóðfélaginu. Tilgangurinn er að ýta undir eftirspurn. Eftirspurn eftir vöru og þjónustu, sem verður að viðskiptum, sem kemur þá pening í vasa fólks, sem getur þá notað peningana í umsvif, sem ýta undir eftirspurn. Og svo framvegis.

Lærdómnum ekki fylgt í Bretlandi eftir 2008

Þessum kreppulærdómi var einmitt ekki fylgt í Bretlandi í kjölfar kreppunnar 2008. Þess í stað var sífellt hamrað á að það þyrfti að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum, skera niður skuldirnar, eins og um væri að ræða heimilisbókhald. David Cameron fyrrum forsætisráðherra viðraði nýlega í viðtali að lærdómurinn af 2008 væri aukin ríkisumsvif, án þess þó að nefna að nei, ekki lærdómur sem hann fylgdi sem forsætisráðherra.

Johnson vildi verða leiðtogi góðra tíma

Þegar flokksbróðir Camerons, Boris Johnson, kom til valda sumarið 2019 var markvisst dregið úr sparnaðartalinu. Ekki af því Johnson hafi verið hallur undir ríkisumsvif, hann trúir mjög á einkageirann, en hann ætlaði að verða leiðtogi gleði- og skemmtitíma, ekki dapurlegra samdráttartíma.

Svo skall á Covid, lítið um skemmtan, og veiruváin hefur rækilega slegið á löngun ríkisstjórnar Íhaldsflokksins til að amast við ríkisumsvifum. Umfang þeirra sem hlutfall af hagkerfinu ekki sama áhyggjuefni þar og áður.

AGS og OECD: ríki þurfa að örva hagkerfið

Alþjóðastofnanir eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og OECD eru líka nokkuð eindregið á að í veirukreppunni þurfi ríki að örva umsvif í hagkerfinu. Það styður enn frekar ríkissumsvif við núverandi aðstæður að vextir eru met lágir. Og fátt sem bendir til að þeir hækki á næstunni. Kemur sér vel nú, þó lágir vextir séu annars áhyggjusamlegir til lengdar. Lágir vextir eru sjúkdómseinkenni, ekki hreystimerki.

Að nota Covid-kreppuna til að leita grænna lausna

En þegar ríki þurfa nú að huga að umsvifum til að örva eftirspurn og hagvöxt þá er kannski líka ráð að nota tækifærið og horfast í augu við þann alþjóðlega vanda sem umhverfismálin eru. Víða rætt að það ætti að taka á veirukreppunni með sem grænustum lausnum. Og enn frekar af því vextir eru svo lágir.

Hagfræðingurinn Simon Wren-Lewis hnykkti nýlega á tækifærunum sem fælust í lágum vöxtum og þörfinni á að grænka hagkerfið.

Ríki geta ýtt undir grænni hagkerfi

Það er kannski framlág klifun að kreppa feli í sér tækifæri en í þessu tilfelli má það til sanns vegar færa: það þarf ríkisumsvif núna þegar einkageirinn er víða í lamasessi vegna veirufaraldursins. Og þá sjálfsagt að ríkið notið lagið til að taka á öðrum stórvægum vanda, loftslagsvandanum. Þá þannig að ríki hniki sínum umsvifum í vistvæna átt og leysi þá úr læðingi tækifærin, sem í felast í grænum lausnum.

Covid og grænkandi hagkerfi

Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.

Fjármálaráðherrar leita tekna til að mætar Covid-útgjöldum

Fjármálaráðherrar víða um heim leita nú með logandi ljósi að tekjum til að mæta ógnarlegum Covid-19 útgjöldum, hækka skatta eða ekki. Þá einnig Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta sem leggur fram fjármálafrumvarpið núna á morgun. Þegar hann gerði það sama um svipað leyti í fyrra var hann varla búinn að leggja frumvarpið fram áður en það var úrelt sökum aðstæðna.

Rishi Sunak: eina rétta er að styðja efnahaginn

Það er vissulega auðveldara nú en þá að sjá aðstæður fyrir. Og nokkuð raunsæ von um að víðtæk bólusetning gegn veirufaraldrinum hafi jákvæð efnahagsáhrif þegar líður á árið.

Það rétta er, hér og nú, að styðja við efnahaginn eins og Sunak sagði í viðtali á sunnudaginn.

Sunak þarf nú að ákveða hvernig og hversu lengi aðstoð við fólk og fyrirtæki verði haldið áfram, til dæmis stuðningi við láglaunafólk og bresku hlutabótaleiðinni.

Kreppan 2008 og niðurskurðurinn í kjölfarið

Árið 2008 var það fjármálakreppan. Nú eru það efnahagshremmingar í kjölfar Covid, sem ríða yfir Vesturlönd. Þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins kom til valda 2010, undir forystu David Camerons forsætisráðherra, var niðurskurðarkutanum óspart beitt til að skera niður skuldir.

Ríkisbókhaldið lítur ekki sömu lögmálum og heimilisbókhaldið

Niðurskurður í kjölfar skuldasöfnunar hljómar kannski ekki óviturlega út frá lögmálum heimilisbókhaldsins. En þau lögmál eiga síður við um ríkisbókhaldið og samlíking þar á milli mjög misvísandi. Ríki geta eytt fé, áður en þess er aflað, en þá alltaf með augun á verðbólgunni og að fjárfestingarnar efli almannaheill.

Kreppulærdómurinn 1930

Einn lærdómurinn af heimskreppunni um og uppúr 1930 var að þegar einkageirinn væri illa staddur ætti ríkið að taka til óspilltra málanna, til dæmis í innviðaverkefnum eins og vegagerð og öðru, sem gagnast þjóðfélaginu. Tilgangurinn er að ýta undir eftirspurn. Eftirspurn eftir vöru og þjónustu, sem verður að viðskiptum, sem kemur þá pening í vasa fólks, sem getur þá notað peningana í umsvif, sem ýta undir eftirspurn. Og svo framvegis.

Lærdómnum ekki fylgt í Bretlandi eftir 2008

Þessum kreppulærdómi var einmitt ekki fylgt í Bretlandi í kjölfar kreppunnar 2008. Þess í stað var sífellt hamrað á að það þyrfti að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum, skera niður skuldirnar, eins og um væri að ræða heimilisbókhald. David Cameron fyrrum forsætisráðherra viðraði nýlega í viðtali að lærdómurinn af 2008 væri aukin ríkisumsvif, án þess þó að nefna að nei, ekki lærdómur sem hann fylgdi sem forsætisráðherra.

Johnson vildi verða leiðtogi góðra tíma

Þegar flokksbróðir Camerons, Boris Johnson, kom til valda sumarið 2019 var markvisst dregið úr sparnaðartalinu. Ekki af því Johnson hafi verið hallur undir ríkisumsvif, hann trúir mjög á einkageirann, en hann ætlaði að verða leiðtogi gleði- og skemmtitíma, ekki dapurlegra samdráttartíma.

Svo skall á Covid, lítið um skemmtan, og veiruváin hefur rækilega slegið á löngun ríkisstjórnar Íhaldsflokksins til að amast við ríkisumsvifum. Umfang þeirra sem hlutfall af hagkerfinu ekki sama áhyggjuefni þar og áður.

AGS og OECD: ríki þurfa að örva hagkerfið

Alþjóðastofnanir eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og OECD eru líka nokkuð eindregið á að í veirukreppunni þurfi ríki að örva umsvif í hagkerfinu. Það styður enn frekar ríkisumsvif við núverandi aðstæður að vextir eru met lágir. Og fátt sem bendir til að þeir hækki á næstunni. Kemur sér vel nú, þó lágir vextir séu annars áhyggjusamlegir til lengdar. Lágir vextir eru sjúkdómseinkenni, ekki hreystimerki.

Að nota Covid-kreppuna til að leita grænna lausna

En þegar ríki þurfa nú að huga að umsvifum til að örva eftirspurn og hagvöxt þá er kannski líka ráð að nota tækifærið og horfast í augu við þann alþjóðlega vanda sem umhverfismálin eru. Víða rætt að það ætti að taka á veirukreppunni með sem grænustum lausnum. Og enn frekar af því vextir eru svo lágir.

Hagfræðingurinn Simon Wren-Lewis hnykkti nýlega á tækifærunum sem fælust í lágum vöxtum og þörfinni á að grænka hagkerfið.

Ríki geta ýtt undir grænni hagkerfi

Það er kannski framlág klifun að kreppa feli í sér tækifæri en í þessu tilfelli má það til sanns vegar færa: það þarf ríkisumsvif núna þegar einkageirinn er víða í lamasessi vegna veirufaraldursins. Og þá sjálfsagt að ríkið notið lagið til að taka á öðrum stórvægum vanda, loftslagsvandanum. Þá þannig að ríki hniki sínum umsvifum í vistvæna átt og leysi þá úr læðingi tækifærin, sem í felast í grænum lausnum.

 

sigrunda's picture
Sigrún Davíðsdóttir