Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tilbúinn í kosningar í Armeníu

01.03.2021 - 17:46
epa09035925 A handout photo made available by the press office of Armenian government shows Armenian Prime Minister Nikol Pashinyan (C) addressing his supporters during a rally in Yerevan, Armenia, 25 February 2021. Pashinyan called on his followers to rally in central Yerevan to support him after he denounced a military coup against him following the army's demanding of his resignation. Pashinyan faced protests with calls to resign after the handling of a six-week conflict between Azerbaijan and Armenian forces over the region of Nagorno-Karabakh in 2020.  EPA-EFE/ARMENIAN GOVERNMENT PRESS OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Fréttastofa armensku stjórnari
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, er reiðubúinn að rjúfa þing og boða til kosninga, verði það til að rjúfa pólitíska kreppu sem ríkt hefur í landinu frá lokum stríðsins við Aserbaísjan í fyrra. 

Þetta kom fram þegar Pashinyan ávarpaði stuðningsmenn sína á Lýðveldistorginu í miðborg Jerevan, höfuðborgar Armeníu, í dag. Hann sagði að ef stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi féllust á kosningar þá yrðu kosningar. Hann væri tilbúinn að gefa þeim kost á að sigra sig. Best væri að sjá hvaða flokkum landsmenn væru reiðubúnir að treysta.

Pashinyan varð forsætisráðherra árið 2018 eftir mikil mótmæli sem hann stýrði gegn spillingu í stjórnkerfinu. Stjórnarandstæðingar hafa beitt hann miklum þrýstingi eftir að hann játaði Armena sigraða í stríði við Asera um héraðið Nagorno-Karabakh til að koma í veg fyrir enn meira mannfall í liði þeirra. Fyrir vikið urðu þeir að láta af hendi nokkurt landsvæði í héraðinu, sem mæltist einstaklega illa fyrir. Nikol Pashinyan játaði í dag að hann hefði gert ýmis mistök í stríðinu, en það væri einungis þjóðin sem gæti ákveðið hver yrði við stjórnvölinn.

Nokkur þúsund stjórnarandstæðingar komu saman í dag utan við þinghúsið í Jerevan. Hópur þeirra hefur tjaldað þar og ætlar ekki að hverfa á brott fyrr en Pashinyan og stjórn hans láta af völdum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV