Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk

Mynd með færslu
 Mynd: Ungruv

Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk

01.03.2021 - 23:00

Höfundar

Seljaskóli og Ingunnarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á fyrsta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  

„Ég er enn að þurka tárin, ég bara gjörsamlega öskraði. Ég hef aldei verið í jafn miklu sjokki ,“ segir Sóley Bára keppandi Ingunnarskóla 

„Þegar hann sagði Seljaskóli þá öskruðum við svo hátt að hjartað í mér  var alveg á milljón,“ segir Íris Þöll keppandi Seljaskóla. 

18 skólar taka þátt í ár á þremur undanúrslitakvöldum. Sex skólar keppa á hverju undankvöldi, tveir skólar komast áfram eftir hvert þeirra og tveir til viðbótar verða sérstaklega valdir af dómnefnd. 

Úrslitakvöld Skrekks fer fram í Borgarleikhúsinu 15. mars og verður í beinni útsendingu á RÚV. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ungruv