Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Krefjast 2 ára fangelsis yfir Jacob Zuma

01.03.2021 - 14:22
epa08823712 Former South African President Jacob Zuma appears before the Judicial Commission of Inquiry into State Capture in Johannesburg, South Africa, 16 November 2020. Former president made an appearance before Judicial Commission, to answer allegations on corruption, after he filed an official application to dismiss Deputy Chief Justice Raymond Zondo from the Commission claiming he had 'family relations' with the Justice and it can undermine Zondo from being objective.  EPA-EFE/YESHIEL PANCHIA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku féllst í dag á að taka fyrir kæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, fyrir að neita að koma fyrir rétt og bera vitni í spillingarmáli á hendur honum. Dómstóllinn hafði úrskurðað að Zuma bæri að mæta, en hann lét ekki sjá sig þegar hann var boðaður.

Spillingarnefnd sem rannsakar málið fór í síðustu viku fram á að forsetinn fyrrverandi yrði dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að sýna réttinum vanvirðingu. Stjórnlagadómstóllinn tekur málið fyrir 25. mars. Zuma hefur frest til áttunda mars til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.