Á þessum degi fyrir réttu ári síðan greindist fyrsta tilfelli nýrrar og óþekktrar veiru hér á landi. Veiran hafði þá dreift sér víða í Evrópu og í Asíu og valdið marskonar búsifjum.
Af þessu tilefni er rætt við Magnús og fleiri sérfræðinga á sviði læknisfræði, hagfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði og rýnt í þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar og COVID-19 hefur haft á íslenskt og alþjóðlegt samfélag.
Í fréttaskýringunni er rætt við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði, Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, prófessor í hagfræði, og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.