Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga um klukkan 00:19. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands reyndist hann 4,7 að stærð. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, greindi frá því í miðnæturfréttum í kvöld að áfram mætti búast við skjálftum yfir þremur að stærð eitthvað á næstunni.