Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sjöþúsund mörk í efstu deild hjá Liverpool

epa09043554 Roberto Firmino (L) of Liverpool celebrates after scoring 2-0 leading during the English Premier League soccer match between Sheffield United and Liverpool FC in Sheffield, Britain, 28 February 2021.  EPA-EFE/Lee Smith / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Sjöþúsund mörk í efstu deild hjá Liverpool

28.02.2021 - 21:52
Eftir dapra frammistöðu í síðustu leikjum náði Liverpool að tryggja sér þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið sigraði botnlið Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool byrjaði leikinn mun betur en heimamenn en Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield United, hélt heimamönnum inn í leiknum í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks náði Curtis Jones að brjóta ísinn og koma Liverpool yfir. Á 64. mínútu átti Roberto Fimino skot sem fór af Kean Bryan og í netið. Markið kom Liverpool í 2-0 forystu en þetta var jafnframt sjöþúsundasta mark Liverpool í efstu deild. 

Mörkin urðu ekki fleiri og langþráður sigur Liverpool því í höfn og liðið áfram í baráttu um Meistaradeildarsæti. Liðið er nú í 6. sæti og er tveimur stigum á eftir West Ham sem er í 4. sæti. Staða Sheffield United er ennþá afar slæm á botni deildarinnar en liðið er aðeins með 11 stig.