Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nýtt Íslandsmet hjá Guðbjörgu Jónu

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Nýtt Íslandsmet hjá Guðbjörgu Jónu

26.02.2021 - 20:27
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari í ÍR, setti í dag nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 7,46 sekúndum.

Fyrir hlaupið í dag deildu þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk Whitworth metinu í 60 metra hlaupi innanhúss. Nú hefur Guðbjörg Jóna bætt metið um 0,01 sekúndu. 

Guðbjörg Jóna á því nú Íslandsmet í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og 60 metra hlaupi innanhúss. 

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram í Laugardalshöll um helgina. Yfir 200 keppendur eru skráðir til leiks og þar af eru 16 keppendur úr landsliðinu. Mótið heldur áfram á morgun og verður þá meðal annars keppt í 400 og 1500 metra hlaupi.