Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

4-11 stiga hiti í dag

26.02.2021 - 06:56
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Í dag er spáð suðlægri átt, víða 8-13 m/s og rigning eða skúrir, og talsverð rigning á Suðausturlandi, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Það hefur hlýnað ört í nótt, en í dag verður hiti yfirleitt á bilinu 4 til 11 stig.

Í spá Veðurstofu Íslands segir að bæta muni í vind í kvöld. Á morgun verður allhvöss sunnan- og suðvestanátt og áfram vætusamt og milt veður, en víða bjartviðri á Austurlandi.

Annað kvöld mun kólna og á sunnudag er svo útlit fyrir suðvestan hvassviðri og éljagang um landið sunnan- og vestanvert.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir