Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Upplýsingafundur almannavarna 25. febrúar 2021

25.02.2021 - 10:28
Mynd: Almannavarnir / Almannavarnir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 

Fundurinn hefst klukkan 11 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir ofan.  

Ekkert smit greindist innanlands í gær en einn bíður mótefnamælingar eftir komuna til landsins. 15 eru nú í einangrun með virkt smit, flestir á aldrinum 18-29 ára. Alls hafa nú 12.376 lokið bólusetningu. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV