Skaut aðstoðarmann Lady Gaga og rændi hundum hennar

E
 Mynd: EBU

Skaut aðstoðarmann Lady Gaga og rændi hundum hennar

25.02.2021 - 16:06

Höfundar

Bandaríska söngkonan Lady Gaga hefur heitið þeim sem rændi tveimur hundum hennar 500 þúsund dollurum fyrir að skila þeim aftur. Hundaþjófurinn skaut aðstoðarmann hennar í Los Angeles í gærkvöld þegar hann var að viðra dýrin. Þriðja hundinum, Miss Asia, tókst að flýja og fannst skömmu seinna.

Aðstoðarmaðurinn var skotinn fjórum sinnum.

Hann er, samkvæmt frétt Sky, á batavegi.  Talið er að maðurinn hafi flúið af vettvangi á hvítum bíl. Skotvopnið er ekki fundið.

Hundarnir eru franskir bolabítar og í miklu uppáhaldi hjá söngkonunni. Fram kemur á vef CNN að hún sé reiðubúin til að greiða 500 þúsund dollara til að fá hundana aftur. „Sá sem er með hundana getur notað þennan tölvupóst, [email protected].“ 

Lady Gaga, sem er ein allra frægasta söngkona heims,  er sjálf stödd á Ítalíu og voru hundarnir í gæslu hjá aðstoðarmanninum.  

Slúðursíðan TMZ segir ekki vitað hvort ræninginn hafi vitað að hundarnir hafi verið í eigu Lady Gaga.  Á það er bent að franskir bolabítar séu eftirsótt hundategund og mikil eftirspurn eftir þeim.