
Mjög skrítin tilfinning að fá svona hótun
Menntaskólanum við Hamrahlíð var lokað í morgun vegna hótunarinnar og nemendum og starfsfólki meinaður aðgangur á meðan sprengjusveit lögreglunnar leita af sér allan grun. Steinn segir að kennsla verði óbreytt eftir hádegi í dag.
Sprengjuhótunin var send á netfang skólans skömmu fyrir fjögur í nótt. „Þetta er mjög skrítin tilfinning og svona póst tekur maður mjög alvarlega. Maður bregst við í samræmi við það og er kannski ekki búin að átta sig á alvarleikanum að fá svona tölvupóst en þetta er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Steinn.
Starfsmaður sá póstinn kl. 6.45. „Ég les póstinn kl. 7.20 og ég bregst strax við í samræmi við viðbragðsáætlun. Það var enginn inn í skólanum, þrír starfsmenn. Það var gott hvað við gátum brugðist snemma við og að nemendur voru ekki komnir í hús til að tryggja og gæta fyllsta öryggis.“
Fannst eitthvað við leit lögreglu? „Nei, það fannst ekkert óeðlilegt inni í skólabyggingunni. Sprengjusveitin fór yfir skólann og skoðaði hvern krók og kima hér innanhúss og ekkert óeðlilegt kom í ljós.“ Steinn segist ekki vita hver var að verki.
Búið er að opna skólann að nýju. „Það eru einhverjir byrjaðir að tínast inn í skólann.“