Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gasútstreymi kannað á þremur stöðum í dag

25.02.2021 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Vísindamenn Veðurstofunnar eru að leggja af stað í aðra ferð til að mæla gasútstreymi á þremur stöðum á Reykjanesskaga. Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, segist vera búin að yfirfara gögnin frá í gær og merkir engar marktækar breytingar.

Í gærkvöldi mældi Melissa Anne gasútstreymi við Eldborgarhraun þar sem Landhelgisgæslan sá gufustrók upp úr jörðinni í eftirlitsferð en hún sagði að þar væri ekki óvenjulegt á seyði. Það gæti tekið tíma fyrir kvikugasið að ná upp á yfirborðið sagði fagstjóri eldfjallavár í gær. Þess vegna verður gasútstreymi mælt við hverasvæðið við Seltún, við virkjunina við Svartsengi og við Eldvörp í dag til samanburðar.
 

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV