Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

„Við vorum fyrst frosin svo fóru allir undir borð“

24.02.2021 - 18:14
Mynd: helga sigurðardóttir / helga sigurðardóttir
Elstu börnin í leikskólanum Fífuborg í Reykjavík vissu upp á hár hvernig þau ættu að bregðast við þegar jörð tók að skjálfa í morgun. Þau höfðu nýlokið árlegri jarðskjálftaæfingu. Þau voru ekki vitund hrædd. Sumir héldu fyrst að þetta væri vörubíll eða þvottavél.

Á myndskeiðinu má sjá þau Vigdísi, Bjart, Benedikt, Sóleyju, Daníel, Róbert, Sigurð og Emmu ræða málin.

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV