Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan

24.02.2021 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.

Á morgun er spáð hægri, norðlægri og síðar breytilegri átt. Bjartviðri um landið sunnanvert, en dálítil snjókoma norðantil fyrir hádegi. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars vægt frost.

Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi.  Horfur á landinu næstu daga: Vaxandi suðaustanátt á fimmtudagskvöld, stífur vindur og rigning eða súld á föstudag og laugardag, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 3 til 9 stig. Kólnar á sunnudag með suðvestanátt og éljum, en þurrt um landið austanvert.

Á þriðjudag er aftur útlit fyrir suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir