Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bruce Springsteen fékk áfengissekt

epa07838534 US musician and co-director Bruce Springsteen arrives for the premiere of the movie Western Stars during the 44th annual Toronto International Film Festival (TIFF) in Toronto, Canada, 12 September 2019. The festival runs from 05 September to 15 September 2019.  EPA-EFE/WARREN TODA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen var sektaður í dag um 540 dollara fyrir að hafa drukkið áfengi á útivistarsvæði í New Jersey  þar sem slíkt er bannað. Upphæðin nemur 69 þúsund krónum.

Springsteen játaði fyrir dómara að hafa fengið sér tvö lítil skot af tekíla. Hann var einnig sakaður um að hafa ekið ógætilega og undir áhrifum áfengis. Þau mál voru látin niður falla, þar sem sannanir þóttu ekki nógu haldgóðar til að sakfella hann.

Þá tók dómarinn tillit til þess að Bruce Springsteen hefur nánast aldrei verið sektaður fyrir umferðarlagabrot, utan eins skiptis þegar lögregla stöðvaði hann fyrir að tala í síma undir stýri. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV