Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

ASEAN leitar lausna í Mjanmar

24.02.2021 - 08:09
Erlent · Asía · Indónesía · Mjanmar · Taíland
Anti-coup protesters stage a sit-in protest in Mandalay, Myanmar, Wednesday, Feb. 24, 2021. Protesters against the military's seizure of power in Myanmar were back on the streets of cities and towns on Wednesday, days after a general strike shuttered shops and brought huge numbers out to demonstrate. Placards reads as "Abolish 2008 Military Slave Law." (AP Photo)
Mótmælendur í borginni Mandalay í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Wunna Maung Lwin, utanríkisráðherra herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, er kominn til  Taílands til að ræða við fulltrúa ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, um ástandið í heimalandi sínu.

Fréttastofan Reuters hafði þetta í morgun eftir heimildarmanni innan taílensku stjórnarinnar, sem sagði að ASEAN legði nú allt kapp á að finna lausn á deilunum í Mjanmar.

Indónesía hefur tekið frumkvæði í málinu. Til stóð að utanríkisráðherra Indónesíu færi til Mjanmar, en hætt var við og er hann nú í Taílandi.

Mótmælendur í Mjanmar voru ekki sáttir við fyrirhugaða heimsókn utanríkisráðherrans og sögðu að hugmyndir stjórnvalda í Indónesíu um nýjar kosningar fælu í sér viðurkenningu á herforingjastjórninni. Mótmælendur krefjast þess að úrslit kosninganna, sem fram fóru í nóvember, verði virt.

Mótmælum var haldið áfram í Mjanmar í morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV