Tiger Woods í aðgerð eftir bílslys

epa08064450 Captain Tiger Woods of the United States team plays a shot from the first tee during the first round of the Presidents Cup golf tournament at the Royal Melbourne Golf Club in Melbourne, Australia, 12 December 2019  EPA-EFE/SCOTT BARBOUR AUSTRALIA AND NEW ZEALAND  EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA

Tiger Woods í aðgerð eftir bílslys

23.02.2021 - 19:55
Kylfingurinn Tiger Woods var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles eftir að hafa velt bíl sínum. Woods var einn í bílnum sem valt og þurfti að beita klippum til að ná honum úr bílnum. Eftir komuna á sjúkrahúsið var hann sendur í aðgerð vegna mikilla meiðsla á fæti.

Slysið varð rúmlega sjö í morgun að staðartíma og á myndum má sjá að bíll Tiger Woods sé gjörónýtur. Eftir að slökkviliðsmenn náðu að losa Tiger Woods úr bílnum var hann fluttur á sjúkrahús.

Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að Woods hafi þurft á aðgerð að halda eftir að hafa hlotið mikil meiðsl á fæti. 

Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingu sögunnar en þessi 45 ára kylfingur hefur unnið 15 risamót í golfi. Hann hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár og vann sitt síðasta risamót árið 2019. Um helgina sagðist Tiger Woods vonast til þess að keppa á Masters mótinu í golfi sem fer fram í apríl. 

Fréttin hefur verið uppfærð