Slysið varð rúmlega sjö í morgun að staðartíma og á myndum má sjá að bíll Tiger Woods sé gjörónýtur. Eftir að slökkviliðsmenn náðu að losa Tiger Woods úr bílnum var hann fluttur á sjúkrahús.
Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að Woods hafi þurft á aðgerð að halda eftir að hafa hlotið mikil meiðsl á fæti.
Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingu sögunnar en þessi 45 ára kylfingur hefur unnið 15 risamót í golfi. Hann hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár og vann sitt síðasta risamót árið 2019. Um helgina sagðist Tiger Woods vonast til þess að keppa á Masters mótinu í golfi sem fer fram í apríl.
BREAKING: Tiger Woods transported to hospital with injuries following vehicle crash with "major damage," LA County Sheriff's Dept. says. pic.twitter.com/hxcGYAig8D
— MSNBC (@MSNBC) February 23, 2021
This morning @LMTLASD responded to a roll-over collision in which @TigerWoods was injured. Please see our statement... pic.twitter.com/cSWOxKZC1w
— LA County Sheriffs (@LASDHQ) February 23, 2021
Fréttin hefur verið uppfærð