Þrjú mörk í seinni hálfleik frá Leeds

epa09032396 Raphinha of Leeds celebrates scoring his team's third goal during the English Premier League soccer match between Leeds United and Southampton FC in Leeds, Britain, 23 February 2021.  EPA-EFE/Gareth Copley / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Þrjú mörk í seinni hálfleik frá Leeds

23.02.2021 - 20:08
Leeds komst aftur á beinu brautina með sigri á Southampton í kvöld. Lið Southampton heldur áfram að síga niður töfluna og er nú í 14. sæti eftir að hafa byrjað vel í deildinni.

Bæði lið hafa átt nokkuð slæmu gengi að fagna í síðustu leikjum og Southampton hafði fyrir leik kvöldsins aðeins fengið 4 stig á árinu 2021 og skorað 6 mörk. 

Gestirnir frá suðurströndinni byrjuðu betur og áttu nokkur hættuleg færi í fyrri hálfleik. Á 32. mínútu fékk Southampton víti en eftir að Andre Marriner, dómari leiksins, hafði skoðað atvikið á myndbandsskjánum var vítið réttilega afturkallað. Besta færi fyrri hálfleiks kom á 39. mínútu þegar Raphinha slapp einn í gegn. Hann átti aðeins eftir að renna boltanum í netið þegar Oriol Romeu átti frábæra tæklingu og hirti boltann af Raphinha, en tæklingin minnti óneitanlega á tæklingu Ragnars Sigurðssonar gegn Jamie Vardy á EM2016. 

Undir lok fyrri hálfleiks náði Southampton að skora þegar að Che Adams skoraði eftir aukaspyrnu frá James Ward-Prowse. Markið var hins vegar dæmt af þar sem dómarinn hafði ekki flautað til að gefa Southampton leyfi til að taka spyrnuna. Leikmenn Southampton mótmæltu harðlega án árangurs og staðan því markalaus í hálfleik. 

Það tók Leeds aðeins 2 mínútur að ná forystunni í seinni hálfleik. Tyler Roberts átti góða sendingu á Patrick Bamford sem átti virkilega gott hlaup og setti boltann framhjá Alex McCarthy í marki Southampton. Á næstu mínútum opnaðist leikurinn mikið og bæði lið fengu fín færi til að skora næsta mark. Stuart Dallas kom Leeds í 2-0 með marki á 78. mínútu. Hann fékk þá nóg tíma til að athafna sig í D-boganum og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið. Þriðja mark Leeds kom á 84. mínútu þegar Raphinha skoraði beint úr aukaspyrnu. 

Leeds fer í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en gengi Southampton er áfram arfaslakkt og liðið hefur nú sogast niður í 14. sæti deildarinnar.