Þetta kemur fram í frétt fótbolta.net en þar staðfestir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, að áhugi félaga á Norðurlöndum á Brynjólfi sé mikill.
Brynjólfur er fæddur árið 2000 og verður því 21 árs á árinu. Hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í deild og bikar fyrir Blika á síðustu leiktíð. Hann hefur alls skorað tíu mörk í 51 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik á ferlinum.
Brynjólfur er yngri bróðir Willums Þórs Willumssonar sem leikur sem atvinnumaður með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Brynjólfur hefur leikið 12 landsleiki fyrir undir 21 árs landslið Íslands sem keppir á EM í lok mars.